Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 6. 2020 | 17:00

PGA: JT sigraði á TOC

Það var JT eins og hann er oft kallaður eða Justin Thomas, sem sigraði á fyrsta PGA Tour móti ársins 2020; Sentry Tournament of Champions (TOC).

Sigur JT kom eftir bráðabana við Xander Schauffele og Patrick Reed, en þeir voru allir þrír efstir og jafnir eftir hefðbundnar 72 holur – spiluðu allir á samtals 14 undir pari.

Svo fór að JT sigraði á 3. holu bráðabanans.

Á mótinu hafa einungis sigurvegarar móta á PGA Tour ársins áður þátttökurétt.

Sjá má lokastöðuna á TOC með því að SMELLA HÉR: