Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2020 | 10:00

Perla Sól sigraði í Flórída

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR, tók þátt í South Florida Kickoff, sem fram fór dagana 28.-29. desember 2019, í PGA National Resort, West Palm Beach, Flórída.

Perla Sól spilaði í flokki 13 ára og yngri hnáta.

Hún gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum flokki – átti heil 9 högg á næsta keppanda.

Samtals lék Perla Sól á 8 yfir pari, 152 höggum (73 79). – Stórglæsilegur árangur hjá Perlu Sól!!!

Sjá má lokastöðuna á South Florida Kickoff með því að SMELLA HÉR: