Daníel Ísak Steinarsson, GK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2019 | 20:30

Daníel Ísak á frábæru skori e. 1. dag í Flórída

Fjórir íslenskir kylfingar taka þátt í Orlando International Amateur mótinu, sem fram fer Orange County National Golf Center & Lodge í Flórída, dagana 28.-30. desember 2019.

Þetta eru þeir Böðvar Bragi Pálsson, GR; Daníel Ísak Steinarsson, GK; Hlynur Bergsson, GKG og Kristófer Karl Karlsson, GM.

Spilað er á tveimur völlum; Crooked Cat (par-72) og Panther Lake (par-71).

Mótið er gríðarstórt og þátttakendur 205.

Þrír íslensku kylfinganna hafa lokið keppni þegar þessi frétt er rituð kl. 20:30 og af þeim hefir Daníel Ísak staðið sig best; er á góðu skori 3 undir pari, 68 höggum og meðal efstu manna í mótinu. Daníel Ísak spilaði Panther völlinn.

Böðvar Bragi stóð sig líka vel er 1 yfir pari, 72 höggum, en hann lék Panther völlinn.

Hlynur náði ekki að sýna sitt rétta andlit; lék Crooked Cat á 5 yfir pari, 77 höggum og meðal neðstu.

Kristófer Karl hefir ekki lokið keppni, en hann spilar líka Crooked Cat og er á 3 yfir pari eftir 6 holur þegar þessi frétt er rituð og vonandi að hann nái að taka það aðeins aftur.

Sjá má stöðuna á Orlando International Amateur mótinu með því að SMELLA HÉR: