Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2019 | 08:00

Enginn trúir því að þetta jólakort sé ekta!

Tiger Woods er þekktur fyrir að birta ótrúlegustu jólamyndir af sér og nægir að nefna jólamyndina sem lak í fjölmiðla af honum 2016, þar sem hann gaf sig út fyrir að vera „Mac Daddy Santa,“ hvað svo sem það er.

Tiger útskýrði það síðar að þetta væri bara leikur hans við krakka sína; að dressa sig upp til þess að koma þeim á óvart á jólunum.

Í ár sendi Taylor Made út jólakort (það sem er í aðalmyndaglugga) og á því má sjá nokkra af stærstu nöfnunum í golfinu; með Tiger fremstan í flokki.

Þar eru allir klæddir í ótrúlega hallærislega græna jólabúninga; sem slá ljótum jólapeysum algjörlega við!

Auk Tiger má þar sjá Dustin Johnson, Jon Rahm, Jason Day, Rory McIlroy, Collin Morikawa og Matt Wolff.

Félagsmiðlar eru uppfullir af efasemdamönnum, sem draga í efa að öll þessi stóru nöfn hafi komið saman til þessarar myndatöku.

Á Twitter er fókusinn einkum á Rahm; menn segja hann einfaldlega ekki getað hafa verið í þessari myndatöku og honum hafi verið photo-shopað inn á myndina.

Sumir telja alla myndina photoshopaða.

Hvað sem hallærislegasta jólakorti allra tíma líður, boðskapurinn er einfaldur: Gleðileg jól! … auk þess sem kylfingarnir vonuðust til að myndin vekti bros sumra …