Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 13:00

Haney í mál v/PGA Tour

Fyrrum sveifluþjálfari Tiger Woods á árunum 2004-2010, Hank Haney, ætlar í mál við PGA Tour.

Ástæðan er hlutur sá sem Haney telur PGA Tour hafa átt í því að hann var rekinn af útvarpsstöðinni SiriusXM, vegna orða hans sem þóttu vera hlaðin kynþáttafordómum.

Það sem Haney sagði var eftirfarandi:

I’m going to predict a Korean [to win]. That’s going to be my prediction. I couldn’t name you, like, six players on the LPGA Tour. Nah, maybe I could. Well, I’d go with Lee. If I didn’t have to name a first name, I’d get a bunch of them right.”

Haney var vikið úr starfi sínu sem þátttastjórnandi af útvarpsstöðinni.

Í málinu sem hann höfðaði segir m.a. að hann trúi því að PGA Tour sé að hefna sín á sér og aðgerðir þeirra hvað viðvíkur brottrekstri hans  og útkomu bókar hans hafi leitt til missis auglýsingatekna hans „upp á milljónir.“