Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 19. 2019 | 10:00

Els spilar í Sádí-Arabíu

Suður-afríski kylfingurinn og nú síðast fyrirliði Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum, Ernie Els, hefir tilkynnt að hann muni spila í Saudi International mótinu, sem fram fer 30. janúar – 2. febrúar 2020.

Mótið fór í fyrsta sinn fram í fyrra, nokkrum mánuðum eftir að Sádar drápu blaðamanninn Jamal Khashoggi í ræðismannsskrifstofu í Istanbul, Tyrklandi fyrir að skrifa í gagnrýnistón um krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman.

Í mótmælaskyni vegna drápsins tóku margir þekktir kylfingar ekki þátt í mótinu í fyrra.

Í ár er hins vegar annað á döfinni.

Þó margir þekktustu kylfingar heims taki enn ekki þátt í mótinu hafa nokkrir boðað komu sína í ár.

Þeirra á meðal er nú Els, sem verður með nr. 1 á heimslistanum, Brooks Koepka og bandarísku kylfingunum Dustin Johnson og Patrick Reed í ráshóp.

Þó ég sé nýorðinn 50 ára vil ég enn spila móti bestu kylfingum heims og eins og þetta mót lítur út núna mun það verða með bestu þátttakendurnar í upphafi næsta árs,“ sagði Els m.a. í fréttatilkynningu.

Aðrir þekktir kylfingar, sem boðað hafa komu sína í mótið eru m.a. Tony Finau, Sergio Garcia,  Shane Lowry, Phil Mickelson og Henrik Stenson.