Els spilar í Sádí-Arabíu
Suður-afríski kylfingurinn og nú síðast fyrirliði Alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum, Ernie Els, hefir tilkynnt að hann muni spila í Saudi International mótinu, sem fram fer 30. janúar – 2. febrúar 2020.
Mótið fór í fyrsta sinn fram í fyrra, nokkrum mánuðum eftir að Sádar drápu blaðamanninn Jamal Khashoggi í ræðismannsskrifstofu í Istanbul, Tyrklandi fyrir að skrifa í gagnrýnistón um krónprins Sádí-Arabíu, Mohammed bin Salman.
Í mótmælaskyni vegna drápsins tóku margir þekktir kylfingar ekki þátt í mótinu í fyrra.
Í ár er hins vegar annað á döfinni.
Þó margir þekktustu kylfingar heims taki enn ekki þátt í mótinu hafa nokkrir boðað komu sína í ár.
Þeirra á meðal er nú Els, sem verður með nr. 1 á heimslistanum, Brooks Koepka og bandarísku kylfingunum Dustin Johnson og Patrick Reed í ráshóp.
„Þó ég sé nýorðinn 50 ára vil ég enn spila móti bestu kylfingum heims og eins og þetta mót lítur út núna mun það verða með bestu þátttakendurnar í upphafi næsta árs,“ sagði Els m.a. í fréttatilkynningu.
Aðrir þekktir kylfingar, sem boðað hafa komu sína í mótið eru m.a. Tony Finau, Sergio Garcia, Shane Lowry, Phil Mickelson og Henrik Stenson.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
