Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 17. 2019 | 08:00

PGA: Tway/Sabbatini sigruðu á QBE Shootout

Á sama tíma og rjóminn af bandarískum kylfingum keppti í Forsetabikarnum, þ.e. 13.-15. desember sl fór fram QBE Shootout á PGA Tour mótaröðinni.

Mótið var haldið í Naples, Flórída.

Sigurvegarar voru þeir Kevin Tway og Rory Sabbatini.

Þeir spiluðu á samtals 31 undir pari, 185 höggum (58 67 60).

QBE er liðamót þar sem keppnisfyrirkomulagið er mismunandi alla 3 daga mótsins, fyrst var spilað greensome, síðan scramble og lokahringinn betri bolti.

Sjá má lokastöðuna á QBE Shootout með því að SMELLA HÉR: