LET: Henseleit sigurvegari í Kenía, nýliði ársins og stigameistari!
Þýski kylfingurinn Esther Henseleit gerði sér lítið fyrir og sigraði á Magical Kenia Ladies Open.
Sigurskor hennar var 14 undir pari, 274 högg (69 70 71 64). Lokaskor Henseleit upp á 64 högg var vallarmet á Vipingo Ridge vellinum, nálægt Mombasa í Kenya.
Í 2. sæti varð indverski kylfingurinn Aditi Ashok, aðeins 1 höggi á eftir, þ.e. samtals á 13 undir pari og loks í 3. sæti varð hin sænska Julia Engström, sem búin að var að hafa afgerandi forystu alla 3 fyrstu keppnisdaga mótsins, en fyrir lokahringinn átti hún m.a. 7 högg á næsta keppanda. Afleitur lokahringur hennar upp á 74 högg kostaði hana sigurinn!
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL tók þátt í mótinu og varð T-50 á samtals 8 yfir pari, 296 höggum (76 74 69 77).
Sjá á lokastöðuna á Magical Kenia Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
——
Með sigrinum varð hin 20 ára unga Henseleit frá Hamborg í Þýskaland 3. kylfingurinn í 41 árs sögu LET til þess að vinna sér inn stigameistaratitilinn og titilinn „Nýliði ársins“ á sama keppnistímabilinu (sú fyrsta var Dame Laura Davies 1985 og önnur varð Carlota Ciganda 2012).
Henseleit er jafnframt fyrsti þýski kylfingurinn til þess að verða stigameistari á LET og nýliði ársins á LET.
Eftir sigurinn sagði Henseleit m.a.: „Að ljúka keppnistímabilinu með sigri er besta tilfinning sem hægt er að hugsa sér. Að verða stigameistari og nýliði ársins er bara ótrúlegt!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
