Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2019 | 21:00

LET: Van Dam sigraði

Það var hin hollenska Anne Van Dam, sem sigraði á Andalucia Costa del Sol Open de España, en mótið var mót vikunnar á LET.

Mótið fór fram í Aloha golfklúbbnum, í Andaluciu, Spáni, 28. nóvember – 1. desember 2019 og lauk því fyrr í dag.

Sigurskor Van Dam var 13 undir pari, 275 högg (68 69 68 70).

Í 2. sæti urðu þær Aditi Ashok og Nanna Koerstz Madsen, 1 höggi á eftir, hvor.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tók þátt í mótinu en komst því miður ekki gegnum niðurskurð.

Sjá má lokastöðuna á Andalucia Costa del Sol Open de España með því að SMELLA HÉR: