Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2019 | 10:00

LET: Valdís Þóra líklegast úr leik í Kenya

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í lokamóti ársins á Evrópumótaröð kvenna, Magical Kenya Ladies Open, sem fram fer 5.-8. desember 2019 á Vipingo Ridge, í Kenya.

Því miður er hún líklegast úr leik því eins og staðan er nú munar aðeins 1 sárgrætilegu höggi að hún komist í gegnum niðurskurð; en hann er núna miðaður við 5 yfir par eða betra; Valdís er á 6 yfir pari.

Valdís spilaði fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (76 74).

Efst í mótinu er Julia Engström frá Svíþjóð á samtals 11 undir pari (67 66) og er forystan afgerandi, en hún á heil 6 högg á þær sem næstar koma þær Ursulu Wikström frá Finnlandi og skoska kylfinginn Kelsey Mcdonald, sem báðar eru á samtals 5 undir pari, hvor.

En ekki er öll nótt úti enn, enn eiga nokkrar stúlkur eftir að ljúka keppni og þá getur ýmislegt breyst.

Sjá má stöðuna á Magical Kenya Ladies Open með því að SMELLA HÉR: