Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2019 | 17:00

Úrtökumótin f. Evróputúrinn: Bjarki kominn á lokaúrtökumótið!!!

Bjarki Pétursson, GKB, tók þátt í 2. stigs úrtökumóti fyrir Evróputúrinn, sem fram fór í Club de Golf Bonmont, í Tarragona, á Spáni 8.-11. nóvember 2019

Bjarki lék á samtals 5 undir pari í mótinu og varð T-8 og er þar með kominn í lokaúrtökumótið, sem fram fer á Lumine golfstaðnum á Spáni, 15.-20. nóvember n.k.

Lokahringurinn hjá Bjarka var sérlega glæsilegur en hann lék á 6 undir pari, 66 höggum.

Sigurvegarinn í mótinu í Bonmont var ítalski kylfingurinn Aron Zemmer, en hann lék á samtals 12 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á 2. stigs úrtökumótinu í Bonmont með því að SMELLA HÉR: