Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Hatton sigraði í Tyrklandi

Tyrrell Hatton stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á Evróputúrnum: Turkish Airlines Open.

Hatton þurfti að hafa fyrir sigrinum því 6 manns börðust í bráðabana þeir: Matthias Schwab frá Austurríki; Ken Kitayma frá Bandaríkjunum, Benjamin Herbert og Victor Perez frá Frakklandi, sem og Eric van Rooyen frá S-Afríku.

Allir voru á samtals 17 undir pari eftir hefðbundnar 72 holur.

Hatton hafði að lokum sigur á 4. holu bráðabanans.

Sjá má lokastöðuna á Turkish Airlines Open með því að SMELLA HÉR: