Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2019 | 20:00

Úrtökumót f. Evróputúrinn: Guðmundur Ágúst og Andri Þór komust á lokaúrtökumótið!!!

Það voru 3 kylfingar sem tóku þátt í 2. stigs úrtökumóti á Desert Springs golfstaðnum í Almería á Spáni: Andri Þór Björnsson, GR; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og Rúnar Arnórsson, GK.

Skemmst er frá því að segja að Andri Þór fékk einhverja bestu afmælisgjöf, sem hann gat gefið sjálfum sér … hann er kominn á lokaúrtökumótið.

Sama er að segja um Íslandsmeistarann í höggleik 2019; Guðmund Ágúst.

Rúnar Arnórsson varð T-52 og er því miður úr leik en einvörðungu 20 efstu og þeir sem jafnir voru í 20. sætinu komust inn á lokaúrtökumótið. Rúnar lék á samtals 10 yfir pari en til þess að eiga möguleik að komast í 20 manna hópinn varð að spila á samtals 2 yfir pari eða betur.  Sex kylfingar urðu T-17 og kom því til bráðabana milli þeirra um 4 síðustu sætin inn á lokaúrtökumótið.

Sigurvegari í mótinu varð Blake Windred frá Ástalíu en hann lék á samtals 10 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á úrtökumótinu í Desert Springs með því að SMELLA HÉR: