Tiger ver val sitt á Reed
Þegar kemur að vali fyrirliða á leikmönnum í liðakeppnum eins og Rydernum, Solheim Cup og Forsetabikarnum, svo dæmi séu tekin, þá veldur oft ágreiningi ef það er einhver sem „skilinn er útundan“ sem „átti meira skilið“ að vera í liðinu.
Hvað sem því líður, þá olli meiri deilum, eftir að Tiger gerði val sitt á 4 leikmönnum kunnugt í Forsetabikarinn, að Patrick Reed skildi hafa orðið fyrir vali hans.
Tiger tilkynnti frá The Woods, veitingastað í eigu hans í Suður-Flórída að þeir sem hann hefði valið væru hann sjálfur, Tony Finau, Gary Woodland og Patrick Reed.
Þessir 4 bætast við þá 8 sem komust sjálfkrafa í Forsetisbikarsliðið bandaríska, sem spilar á Royal Melbourne í næsta mánuði en þessir 8 eru: Brooks Koepka, Justin Thomas, Dustin Johnson, Matt Kuchar, Xander Schauffele, Webb Simpson, Bryson DeChambeau og Patrick Cantlay.
Tiger varði val sitt á Reed eftir að það olli ágreiningi og félagsmiðlum og golffjölmiðlum.
Hann sagði m.a.: „(Reed) hefir ótrúlega stöðugan feril í Forsetabikarnum. Þetta er manneskja sem er eins eld- fim og þær koma. Hann blæðir rauðu, hvítu og bláu og mun gera allt til þess að ná punktum og það er það sem við viljum. Hann gefur algjörlega allt sem hann hefir og það er aðdáunarvert og stákarnir hlakka til að hafa hann sem part af liðinu.“
Reed gagnrýndi mjög fyrirliða Bandaríkjanna, Jim Furyk, eftir að lið Bandaríkjanna tapaði í Rydernum á Le Golf National í Frakklandi og eins nokkra liðsfélaga sína s.s. Jordan Spieth. Nú hefir Tiger valið Reed í liðið, en hvorki Jordan Spieth né Jim Furyk eru með.
Fyrir utan þá tvo voru menn á borð við Rickie Fowler, Kevin Na og Kevin Kisner að gera sér vonir um að komast í liðið og fyrir þá gæti verið smá vonarglæta því Koepka er að ná sér eftir hnémeiðsl og óvíst hvort hann verði með.
Tiger sagðist myndu fylgjast náið með Koepka og taka ákvörðun eftir að Koepka léti sig vita hvort eða ekki hann gæti spilað.
Forsetabikarinn fer fram 12.-15. desember n.k. í Royal Melbourne golfklúbbnum, í Melbourne, Ástralíu.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
