Nýju strákarnir á PGA 2020: Matthew NeSmith (50/50)
Eins og á undanförnum árum hefir Golf 1 kynnt „Nýju strákana“ á PGA Tour. Kynntir hafa verið „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Eins hafa verið kynntir allir 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals, en aðeins á eftir að kynna þann sem sigraði á Korn Ferry Finals
Sá sem varð í 1. sæti á Korn Ferry Tour Finals var Matthew NeSmith, sem var með 1018 stig.
Matthew NeSmith fæddist í N-Augusta í S-Karólínu 1994 og er því 25 ára. Hann ólst úpp í N-August. Frá 8 ára aldri fylgdist NeSmith með Masters á hverju ári þar til hann fór í háskóla. Fyrsta Masters minningin er að taka mynd af Bernhard Langer.
Bróðir hans er blaðamaður í New York City, sem tekur myndir fyrir Vogue.
NeSmith býr í Columbía, S-Karólínu.
Hann bað kærustu sinnar Abigail á 18. flöt á Harbour Town Golf Links í mars 2018. Abigail er í hestamennsku og í liði sem keppir f.h. S-Karólínu.
NeSmith hefir gefið sig að því að smíða hjól í jólagjöf, fyrir fjölskyldur sem þarfnast þeirra.
Hann elskar að fylgjast með því þegar strákar eru ráðnir í bandarísk fótboltalið (football recruiting).
NeSmith spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með háskólaliði S-Karólínu.
Hann sigraði á Albertsons Boise Open presented by Kraft Nabisco á Korn Ferry Tour og það er ástæðan að hann spilar á mótaröð þeirra bestu keppnistímabilið 2019-2020.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
