GKG í 2. sæti á EM klúbbliða
EM klúbbliða í karlaflokki (ens: European Men’s Club Trophy) fór fram á Golf du Médoc golfstaðnum í Frakklandi, dagana 24.-26. október sl.
Þátttakendur voru 25 sveitir evrópskra golfklúbba. Vegna veðurs var mótið stytt í tveggja hringja mót.
Þátttakandi frá Íslandi var karlasveit GKG skipuð þeim Aroni Snæ Júlíussyni og bræðrunum Ragnari Má og Sigurði Arnari Garðarssonum. Aron Snær lék best GKG-inganna og varð í 5. sæti af liðsmönnum á samtals 1 undir pari (69 72); Ragnar Már varð í 12. sæti á samtals pari (75 67) og Sigurður Arnar varð í 42. sætinu á 11 yfir pari (74 79).
Sveit GKG landaði 2. sætinu, sem er besti árangur íslensks liðs í EM klúbbliða frá upphafi – STÓRGLÆSILEGT!!!
Það var City of Newcastle CC sem sigraði á samtals 6 undir pari.
Sveit GKG var eins og segir í 2. sæti á samtals 2 undi pari.
Sjá má lokastöðuna á EM klúbbliða með því að SMELLA HÉR:
Staða efstu 12 liða var eftirfarandi:
1 City of Newcastle 6 undir pari
2 GKG, 2 undir pari
3 Stuttgarter GC Solitude e.V., 1 undir pari
4 RCF – La Boulie, 1 undir pari
5 Olgiata GC, Par
6 Kokkedal GolfKlub, 1 yfir pari
7 Golf de Terre Blanche, 1 yfir pari
8 Rosendaelsche GC, 2 yfir pari
9 GC Kuneticka Hora, 8 yfir pari
10 The National AGGA, 10 yfir pari
11 Galway GC, 10 yfir pari
12 Pannonia G&CC, 11 yfir pari
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
