Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2019 | 22:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi lauk keppni á Hawaii

Viktor Ingi Einarsson, GR tók þátt í Hoakalei C.C. Invitational mótinu, sem fór fram dagana 28.-30. október á Hawaii og lauk í dag.

Mótsstaðurinn var Hoakalei Country Club á Ewa Beach í Hawaii.

Þátttakendur voru 114 frá 20 háskólum.

Viktor Ingi lék á samtals 3 yfir pari, 219 höggum (74 70 75).

Hann tók aðens þátt í einstaklingskeppninni og varð  T-52 – hefði verið í 3. sæti í liði sínu hefði hann spilað í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Hoakalei C.C. Invitational mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Viktors Inga og Missouri er á vorönn 2020.