Eva Karen Björnsdóttir, GR og ULM.
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2019 | 23:00

Bandaríska háskólagolfið: Eva Karen & félagar luku keppni T-7 í Arkansas

Eva Karen Björnsdóttir, GR og félagar í University of Louisiana at Monroe (ULM) tóku þátt í Little Rock Golf Classic mótinu, sem fram fór í  Diamante CC, í Hot Springs Village, Arkansas.

Mótið stóð dagana 27.-29. október 2019 og lauk í dag. Þátttakendur voru 90 frá 17 háskólum.

Eva Karen lék á samtals 225 höggum (75 74 76) og lauk keppni T-26 í einstaklingskeppninni, þ.e. meðal efri þriðjungs keppenda og var á 3. besta skori ULM.

ULM lauk keppni T-7 í liðakeppninni.

Fylgjast má með Evu Karenu og félögum með því að SMELLA HÉR:

Þetta er síðasta mótið á haustönn hjá Evu Karenu og eru engin ný mót á dagskrá fyrr en á vorönn 2020.