Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2019 | 11:00

PGA: Tiger á spjöld sögunnar!

Tiger Woods bætti við enn öðrum kapítulanum í golfsögunni þegar hann sigraði á fyrsta móti, sem PGA Tour heldur í Japan, ZOZO Championship.

Þar jafnaði hann mótamet Sam Snead – en báðir hafa sigrað í 82 mótum á PGA Tour, þ.e. hafa sigrað í langflestum mótum á þeirri mótaröð.

Tiger lék á samtals á 19 undir pari, 261 höggi (64 64 66 67).

Hann átti 3 högg á heimamanninn, Hideki Matsuyama, sem varð í 2. sæti á samtals 16 undir pari, 264 höggum (65 67 65 67).

Mótið fór fram í Chiba, Japan, dagana 24.-27. október og lauk því í gær.

Sjá má lokastöðuna á ZOZO mótinu með því að SMELLA HÉR: