Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2019 | 10:00

PGA: Tiger í forystu 4. dag ZOZO

Mót vikunnar á PGA Tour er það fyrsta, sem fram fer í Japan, en þetta er ZOZO meistaramótið.

Tiger Woods var í forystu á ZOZO meistaramótinu eftir 11 spilaðar holur á lokahringnum, þegar mótið var blásið af vegna myrkurs.

Þetta er fyrsta mótið sem hann tekur þátt í á 23. keppnistímabili sínu á PGA Tour.

Takist honum að sigra í mótinu skrifar hann sig í sögubækurnar því þá tekst honum að jafna við met Sam Snead um flesta sigra á PGA Tour eða 82.

Tiger er búinn að spila á samtals 18 undir pari, 194 höggum (64 64 66) og á 3 högg á uppáhald allra í Japan, Hideki Matsuyama, sem er í 2. sæti og á eflaust eftir að sækja hart að Tiger. Spurning hvort Tiger takist að halda fengnum hlut?

Sjá má stöðuna á ZOZO með því að SMELLA HÉR: