Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2019 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnar & félagar luku keppni í 5. sæti

Gunnar Guðmundsson, GKG og félagar í Bethany Swedes tóku þátt í WBU Invitational.

Mótið fór fram í Plainview Country Club í Plainview, Texas, dagana 21. – 22. október sl.

Þátttakendur voru 42 frá 7 háskólum.

Gunnar varð T-21 í einstaklingskeppninni en hann lék á samtals 4 yfir pari, 146 höggum (72 74).

Bethany Swedes luku keppni í 5. sæti.

Næsta mót Gunnars og Bethany Swedes er á vorönn 2020.