Hlynur Bergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2019 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Hlynur & félagar luku keppni í 8. sæti á Royal Oaks

Hlynur eða Lenny Bergsson eins og hann kallar sig í bandaríska háskólagolfinu og félagar í North Texas luku keppni í 8. sæti á Royal Oaks Intercollegiate.

Mótið fór fram 21.-22. október sl. í Royal Oaks Country Club í Dallas, Texas.

Hlynur lék á samtals 1 yfir pari, 214 höggum (71 71 72).

Sjá má lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Hlyns og North Texas er 1. nóvember n.k. á Hawaii.