Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur á besta skori EKU!!!

Ragnhildur Kristinsdóttir, GR og félagar í Eastern Kentucky University (EKU) tóku þátt í Cardinal Cup, sem fram fór 18.-20. október. Mótsstaður var golfvöllur University of Louisville í Simpsonville, Kentucky.

Þátttakendur voru 95 frá 17 háskólum.

Ragnhildur lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (81 78 70) og varð T-45 í einstaklingskeppninni. Ragnhildur átti frábæran lokahring á 2 undir pari og var á besta skori EKU í mótinu.

Lið EKU varð í 14. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Cardinal Cup með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Ragnhildar og EKU er 28. október n.k.