Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2019 | 12:00

Aron Emil varð í 3. sæti á Tulip Challenge!!!

Sex íslenskir kylfingar, þeir Aron Emil Gunnarsson,GOS; Tómas Eiríksson Hjaltested, GR; Ingi Þór Ólafsson, GM; Jón Gunnarsson, GKG; Björn Viktor Viktorsson, GL og Logi Sigurðsson, GS tóku þátt í Tulip Challenge.

Mótið fór fram í Drentsche Golf & Country Club, í Zeijerveen, Hollandi dagana 17.-20. október sl.

Aron Emil lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum (75 71 71) og tók bronsið í mótinu, þ.e. landaði 3. sætinu!!! Stórglæsilegt!!!

Árangur hinna íslensku þátttakendanna var eftirfarandi:

Tómas Eiríksson Hjaltested, 4 yfir pari, 220 högg (74 76 70).
Ingi Þór Ólafson, 13 yfir pari, 229 högg (79 75 75).
Jón Gunnarsson, 18 yfir pari, 234 högg (82 75 77).
Björn Viktor Viktorsson, 21 yfir pari, 237 högg (83 79 75).
Logi Sigurðsson, 22 yfir pari, 238 högg (77 82 79).

Sjá má lokastöðuna á Tulip Challenge með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Aron Emil Gunnarsson, GOS. Mynd: gsimyndir.net