Nýju strákarnir á PGA 2020: Viktor Hovland (45/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.
Í dag verður kynntur sá sem varð í 6. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Viktor Hovland, sem var með 620 stig.
Viktor Hovland fæddist í Osló 18. september 1997 og er því nýorðinn 22 ára.
Hann er 1,78 m á hæð og 88 kg.
Hovland spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Oklahoma State University–Stillwater. Árið 2014 varð Hovland norskur meistari í höggleik.
Árið 2018 sigraði Hovland US Amateur og varð fyrsti Norðmaðurinn til þess að sigra á því móti. Sigurinn varð til þess að honum var boðið að taka þátt á Master 2019; Opna bandaríska og Opna breska 2019. Hann spilaði í Emirates Australian Open 2018, sem áhugamaður og varð T-13, sem var glæsilegur árangur!
Hovland varð sá áhugamanna, sem vegnaði best á Masters nú á þessu ári; spilaði á samtals 3 undir pari og varð T-32. Með þessari frammistöðu komst hann í 1. sæti á heimslista áhugamanna. Á Opna bandaríska 2019 varð hann í 12. sæti sem er besti árangur hans til þessa dags í risamótum, með heildarskor upp á 280 högg. Þetta var lægsta skor áhugamanns á Opna breska og bætti hann fyrra met Jack Nicklaus um 2 högg, en metið hafði staðið óhreyft frá árinu 1960. Hann varð fyrsti kylfingurinn til þess að vera áhugamaðurinn með lægsta skorið bæði á Masters og Opna bandaríska á sama keppnisstímabili; allt frá því Matt Kuchar tókst það 1998.
Helstu sigrar Hovland sem áhugamanns eru:
2013 Norgescup 7, Team Norway Junior Tour 6
2014 Alcaidesa Winter Open, Titleist Tour 2, Norgesmesterskapet (Norskur höggleiksmeistari)
2018 Valspar Collegiate, U.S. Amateur, Royal Oaks Intercollegiate
2019 The Prestige
Hovland gerðist atvinnumaður í golfi eftir góða árangurinn í Opna bandaríska 2019 og spilaði í fyrsta atvinnumannsmóti sínu á Travelers á PGA Tour. Með þessu gaf hann frá sér þátttökuna á Opna breska 2019. Hann skrifaði undir styrktarsamning við Ping, Audemars Piguet og J. Lindeberg.
Þann 25. ágúst 2019 varð Hovland T-2 á Albertsons Boise Open, sem er hluti af Korn Ferry Tour Finals. Þessi góði árangur tryggði honum kortið sitt á PGA Tour 2019–20 keppnistímabilið. Besti árangur hans á PGA Tour til þessa er T-4 árangur á Wyndham Championship 2019.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
