Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2019 | 14:53

Nýju strákarnir á PGA 2020: Ben Taylor (42/50)

Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.

Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.

Í dag verður kynntur sá sem varð í 10. sæti á Korn Ferry Tour Finals en það er Ben Taylor, sem var með 417 stig.

Ben Taylor fæddist 6. nóvember 1992 og er því 26 ára.

Taylor ólst upp hjá foreldrum sínum Phil og Suzanne og á eldri systur, Katie.

Pabbinn Phil var atvinnumaður á PGA Tour og á æfingasvæði þar sem Ben æfði sig í golfi.

Frændi Ben Taylor er líka atvinnumaður á PGA Tour og kennir á æfingasvæðinu.

Ben Taylor spilaði fótbolta, íshokkí, hafnarbolta, tennis og krikket þar til að einbeitti sér að golfinu 14 ára.

Árið 2013 spilaði Taylor í Arnold Palmer Cup.

Hann lék í bandaríska háskólagolfinu með liði Louisiana State University, þaðan sem hann útskrifaðist árið 2015, með gráðu í íþróttastjórnun (sports management).

Árið 2017 komst Taylor á undanfara Korn Ferry Tour og árið 2018 sigraði hann í fyrsta móti sínu þar, Club Colombia Championship.

Annað um Ben Taylor:

Honum finnst gaman að ferðst til Florida Keys og vera á ströndinni.

Í uppháhaldi hjá honum er LSU fótboltaliðið en einnig Arsenal í Englandi.

Fyrirmynd Ben Taylor var Lee Westwood.

Hann keppti fyrir Nova Southeastern University í 2 ár áður en hann flutti sig yfir til LSU þaðan sem hann lék einnig í 2 ár og útskrifaðist.

Hann varð sá fyrsti til þess að sigra í NCAA meistaramót bæði í D-2 og D-1 háskóla.

Hann er alltaf með nákvæmlega 9 tí í vasanum þegar hann byrjar á hring.