Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Egill & félagar luku keppni í 8. sæti

Egill Ragnar Gunnarsson, GKG og félagar í Georgia State tóku þátt í Autotrader Collegiate Classic.

Mótið fór fram í Berkeley Hills Country Club í Berkeley Hills, Duluth, Georgíu,  14.-15. október og lauk í gær.

Þátttakendur voru 78 frá 13 háskólum.

Egill lék á samtals 6 yfir pari, 222 höggum (72 74 76 ) og varð T-42 í einstaklingskeppninni.

Lið Georgia State varð í 8. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Autotrader Collegiate Classic með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Egils Ragnars og Georgia State er 1. nóvember n.k.