Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2019 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi & félagar luku keppni í 11. sæti í Tennessee

Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í Missouri University (MIZZOU) tóku þátt í Bank of Tennessee Intercollegiate, sem fór fram dagana 11.-13. október í GC at the Ridges í Jonesborough, Tennessee og lauk því í gær

Þátttakendur voru 87 frá 15 háskólum.

Viktor Ingi lauk keppni á samtals 226 höggum (75 78 73) og varð T-71 í einstaklingskeppninni.

MIZZOU, lið Viktors Inga varð í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Bank of Tennessee Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Viktors Inga er 28. október n.k. á Hawaii.