NGL: 3 íslenskir kylfingar tryggðu sér þátttökurétt!!!
Rúnar Arnórsson (GK), Bjarki Pétursson (GKB) og Aron Snær Júlíusson (GKG) tóku allir þátt á lokaúrtökumótinu fyrir Nordic Tout atvinnumótaröðina. Keppnin fór fram á Rømø Golf Links í Danmörku, dagana 10.-11. október 2019.
Alls tóku 82 keppendur sem taka þátt á lokaúrtökumótinu. Þar var keppt um öruggt sæti á Nordic Tour atvinnumótaröðinni á næsta tímabili.
Nordic Tour atvinnumótaröðin opnar leið inn á enn stærri mótaraðir. Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) og Haraldur Franklín Magnús (GR) hafa báðir tryggt sér keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni, Challengetour á þessu tímabili með frábærum árangri á Nordic Tour mótaröðinni á þessu ári.
Aðeins var leikinn einn keppnishringur þar sem að keppni var felld niður á öðrum keppnisdegi vegna úrkomu og veðurs.
Bjarki Pétursson endaði í 3. sæti og er því öruggur með að komast inn á flest mótin á Nordic Tour á næsta tímabili.
Rúnar Arnórsson er í sömu stöðu, en hann endaði í 8. sæti og er með keppnisrétt líkt og Bjarki á flestum mótum á Nordic Tour á næsta tímabili.
Aron Snær endaði í 26. sæti og var aðeins einu sæti frá því að komast í hóp 25 efstu.
Þeir sem enda í 25. sæti eða ofar fá keppnisrétt og eru í styrkleikaflokki 7. á Nordic Tour.
Þeir sem enda í sætum 26.-50 fá takmarkaðan keppnisrétt í styrkleikaflokki 9. á Nordic Tour.
Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir NGL með því að SMELLA HÉR:
Texti og mynd: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
