Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2019 | 15:00

Bandaríska háskólagolfið: Viktor Ingi hefur keppni í dag í Tennessee

Viktor Ingi Einarsson, GR og félagar í Missouri University (MIZZOU) hefja keppni í dag í Bank of Tennessee Intercollegiate.

Mótið fer fram dagana 11.-13. október í GC at the Ridges í Jonesborough, Tennessee.

Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Mótið þykir fremur sterkt, enda mörg sterkustu háskólaliðin á svæðinu, sem taka þátt.

Fylgjast má með Viktor Inga og félögum í MIZZOU með því að SMELLA HÉR: