Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2019 | 20:00

Bandaríska háskólagolfið: Arnar Geir & félagar sigruðu!!!

Arnar Geir Hjartarson, GSS og Missouri Valley tóku þátt í Columbia College Cougar Classic, en mótið fór fram í Columbia Country Club í Columbia, Missouri dagana 7.-8. október 2019 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 62 frá 10 háskólum.

Arnar Geir lék á samtals 8 yfir pari, 150 höggum (72 78) og varð T-13 í einstaklingskeppninni.

Lið Arnars Geirs, Missouri Valley sigraði í liðakeppninni!!!

Sjá má lokastöðuna á Columbia College Cougar Classic með því að SMELLA HÉR:

Þetta er lokamót Arnars Geirs og Missouri Valley á haustönn.