Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Arnaus & Bello leiða í hálfleik á Spáni

Það eru heimamennirnir Adri Arnaus og Rafa Cabrera Bello sem eru í forystu í hálfleik Mutuactivos Open de España.

Báðir hafa samtals spilað á 11 undir pari, 131 höggi; Arnaus (65 66) og Bello (66 65).

Einn í 3. sæti er enn einn spænski kylfingurinn Samuel del Val (samtals 10 undir pari) og í því 4. sömuleiðis Spánverjinn Jon Rahm (á samtals 9 undir pari).

Sjá má stöðuna á Mutuactivos Open de España mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Mutuactivos Open de España með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: F.v.: Rafa og Adri.