Tiger Woods og Joseph Bramlett Nýju strákarnir á PGA 2020: Joseph Bramlett (29/50)
Eins og á undanförnum árum mun Golf 1 kynna „Nýju strákana“ á PGA Tour. Nú verða kynntir „nýju strákarnir“ keppnistímabilið 2019-2020 til sögunnar, en það eru sem fyrr efstu 25 á peningalista Korn Ferry Tour eftir 2018-2019 keppnistímabilið og síðan þeir 25 sem stóðu sig best í síðustu 3 mótunum á mótaröðinni þ.e. í Korn Ferry Tour Finals.
Nú hafa verið kynntir þeir 25, sem urðu efstir á stigalista Korn Ferry Tour eftir reglulega tímabilið og hlutu þannig kortin sín á mótaröð þeirra bestu, PGA Tour. Nú er aðeins eftir að kynna þá 25, sem urðu efstir á Korn Ferry Tour Finals og fengu kortin sín þannig.
Í dag verður kynntur sá sem varð í 22. sæti Korn Ferry Tour Finals en það er Joseph Bramlett sem var með 189 stig.
Joseph Bramlett er ekki „nýr strákur“ á PGA Tour í þrengsta skilningi þeirra orða. Hann snýr nú aftur á mótaröðina eftir langvinn meiðsli.
Joseph Eugene Bramlett er fæddur 7. apríl 1988 og er því 31 árs. Hann er sonur Marlo og Debbie og á eina systur Jessicu og einn bróður Jordan.
Joseph Bramlett er 1,88 m á hæð og 82 kg.
Hann var í St. Francis High School í Mountain View, Kalíforníu.
Bramlett lék á háskólaárum sínum með golfliði Stanford háskóla í Kaliforníu, líkt og átrúnaðargoð hans, Tiger.
Hann hlaut fyrsta kortið sitt á PGA Tour eftir úrtökumót 2010 og var ásamt Tiger eini bandaríski kylfingurinn af afrískum uppruna á PGA Tour mótaröðinni 2011.
Hins vegar náði hann ekki að vera meðal efstu 25 til að endurnýja kortið sitt fyrir 2012 keppnistímabilið og hefir því spilað mestmegnis á undanfara Korn Ferry Tour.
Hann fékk hastarlega í bakið, 2013 og hefir átt við bakmeiðsli að glíma undanfarin ár.
Bramlett hefir sagt að í draumaholli sínu væri auk hans sjálfs, pabbi hans, Tiger og Barack Obama.
Uppáhaldslið Bramlett eru: Golden State Warriors, San Francisco 49ers og öll lið Stanford University.
Meðal áhugamála Bramlett utan golfsins eru körfubolti og tónlist.
Í aðalmyndaglugga: Tiger og Joseph Bramlett
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
