Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2019 | 10:00

LET: Valdís úr leik á Indlandi

Valdís Þóra Jónsdóttir lék 2. hring sinn á Hero Women’s Indian Open í nótt.

Opna indverska er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour) og fer fram á DLF Golf & Country Club í Delhi, Indlandi, dagana 3.-6. október 2019.

Valdís Þóra stóðbætti sig á 2. hring, sem hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum og var því samtals á 10 yfir pari, 154 höggum (80 74), en það dugði því miður ekki til því aðeins þær komust í gegnum niðurskurð, sem voru á samtals 7 yfir pari eða betra.

Efst í mótinu eftir 2. dag er hin ástralska Whitney Hillier, á samtals 6 undir pari (67 71).

Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Hero Women´s Indian Open með því að SMELLA HÉR: