Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 18:00

Evróputúrinn: Johannessen leiðir e. 1. dag á Opna spænska

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Mutuactivos Open de España.

Mótið fer fram í Club de Campo Villa de Madrid, Madrid, Spáni, dagana 3.-6. október 2019.

Það er Norðmaðurinn Kristian Krogh Johannessen, sem er efstur eftir 1. dag en hann kom í hús á 8 undir pari, 63 glæsihöggum!

Í 2. sæti, 2 höggum á eftir, þ.e. á 65 höggum, er spænski kylfinguinn Adri Arnaus.

Sjá má stöðuna á Mutuactivos Open de España með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 2. dags á Munuactivos Open de Espña með því að SMELLA HÉR: