Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2019 | 09:00

Lefty vill ekki segja hversu mikið hann hefir lagt af

Þegar litið er á Phil Mickelson/Lefty í dag, þá er ekki hægt annað en að velta fyrir sér hversu mikið hann hafi lagt af.

30 kg? 20kg? 15? 10kg?

Á blaðamannafundi á TPC Summerlin í upphafi Shriners Hospitals for Children Open mótsins, sagði Mickelson: „Mér líður eins og stelpu í þessu tilliti. Ég vil ekkert segja hvað ég er þungur,“ sagði hann og brosti.

Ef Golf 1 ætti að giska þá er Phil núna svona milli 85-90 kg.

En hver sem þyngdin er í tölum, þá lítur Phil Mickelson vel út. Kálfar hans eru eftir sem áður gríðarstórir, en hann er með enga tvöfalda höku lengur, sem farið var að bera á, hann er með kraftalega upphandleggi og mittið er mun grennra.

Allt annað að sjá Phil!

Og megrun Phil og líkamsrækt er að skila árangri. Hann var meðal forystumanna mótsins eftir 1. hring og í hálfleik á Shriners er Phil T-21 á 8 undir pari (65 69).

Það að leggja af hefir s.s. flestir vita líka áhrif á afköst, getu og orkustig manna.