Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 07:30

LET: Bras- 1. hringur hjá Valdísi í Delhi!

Segja má að 1. hringur á móti vikunnar á LET á Indlandi þ.e.Hero Women’s Indian Open hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, hafi verið eitt alsherjar bras.

Valdís Þóra, sem byrjaði á 10. teig í nótt átti gríðarlega erfiða byrjun; var komin á 6 yfir par eftir 4 fyrstu holurnar, sem hún náði að rétta aðeins af með einum fugli á 16. braut. Síðan fylgdu tveir skollar á 1. og 2. braut og Valdís náði að krafsa í bakkann með fugli á 4. braut, en síðan kom rothöggið 4. skrambinn á 6. braut.

Niðurstaðan eftir 1. dag er: baráttu- og brashringur – 8 yfir pari, 80 högg; 2 fuglar, 10 pör, 2 skollar og 4 skrambar.

Valdís Þóra er í einu af neðstu sætunum en sætistalan ekki komin á hreint því nokkrar eiga eftir að ljúka leik.

Sjá má stöðuna á Hero Women’s Indian Open með því að SMELLA HÉR: