Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fred Couples ——– 3. október 2019

Afmæliskylfingur dagsins Fred Couples. Couples hefir m.a. verið fyrirliði Bandaríkjanna í Forsetabikarnum. Hann er fæddur 3. október 1959 og á því 60 ára merkisafmæli í dag. Couples gerðist atvinnumaður í golfi 1980 og hefir unnið 55 mót, þ.á.m. 15 á PGA Tour og þ.á.m. 1 risamót fyrir rúmum 27 árum, þ.e. the Masters 1992. Hann hefir löngum verið uppáhald golfaðdáenda um allan heim.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Wagner, 3. október 1959 (60 ára merkisafmæli!!!); Tösku Og Hanskabúðin‎, 3. október 1961 (‎58 ára); ‎Asta Sigurdardottir‎, 3. október 1966 (‎53 ára); Esther Ágústsdóttir‎, 3. október 1968 (‎51 árs); Matthew Southgate, 3. október 1988 (31 árs); Birgir Rúnar Halldórsson; Campeonatos Golf Marbella … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is