Arna Rún Kristjánsdóttir, GM. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Arna Rún varð T-8 í Michigan

Arna Rún Kristjánsdóttir, GM og félagar í Grand Valley State University (GVSU) í Michigan tóku þátt í 11th Gilda´s Club Laker Fall Invite.

Mótið átti að fara fram dagana 28.-29. september sl. en aðeins var spilaður 1 hringur vegna mikilla rigninga.

Þátttakendur voru 30 frá 5 háskólum og ekki hafi verið margir keppendur var mótið gríðarsterkt, en liðin meðal 7 bestu í sínu umdæmi

Arna Rún lauk keppni í T-8 i í einstaklingskeppninni en hún lék á samtals 5 yfir pari, 77 höggum.

GVSU lauk keppni í 2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á 11th Gilda´s Club Laker Fall Invite með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Örnu Rún og GVSU er 27. október n.k.