Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 07:20

Bandaríska háskólagolfið: Daníel varð í 3. sæti í Idaho!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og Rocky Mountain tóku þátt í  Warrior Fall Invite, sem fram fór í Lewiston, Idaho, 30. september – 1. október og lauk í gær.

Þátttakendur voru 48 frá 8 háskólum.

Daníel Ingi lék á samtals 1 yfir pari, 217 höggum; Daníel (77 70 70).

Lið Daníels Inga, Rocky Mountain lauk keppni í  2. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Warrior Fall Invite með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Daníels Inga og Rocky Mountain er í Spokane, Washington 7. október n.k.