Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Vikar & félagar luku keppni í 12. sæti

Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois University tóku þátt í Bearcat Invitational, sem sem fram fór 30. september-1. október í Cinncinati, Illinois og lauk í gær.

Vikar lék á samtals 18 yfir pari, 231 höggi (85 72 74) og var það 1. hringurinn, sem skemmdi annars gott skor hjá Vikari.

Hann lauk keppni í T-69 í einstaklingskeppninni.

Southern Illinois University varð í 12. sæti í liðakeppninni

Sjá má lokastöðuna á Bearcat Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Southern Illinois (með vonandi þá báða, Birgi Björn og Vikar innanborðs) er 5. október n.k.