Andrea Bergsdóttir
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Andrea og Saga bestar í liði Colorado State!

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir, GR og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Colorado State tóku þátt í Molly Collegiate Invitational, í Waverley CC í Portland Oregon.

Saga Traustadóttir

Mótið stóð 30. september – 1. október og lauk því í gær.

Andrea lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (77 79 75) og lauk keppni T-33 í einstaklingskeppninni.

Saga lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (77 76 79) og lauk keppni T-36 í einstaklingskeppninni.

Þær Andrea og Saga voru bestar í liði Colorado State, sem lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Molly Collegiate Invitational, með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót Andreu, Sögu og Colorado State er 27. október n.k.

Í aðalmyndaglugga: Andrea Bergsdóttir, GKG. Mynd: Í einkaeigu.