Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 18:00

Symetra: Ólafía varð T-61

Mót sl. viku á Symetra mótaröðinni var IOA Golf Classic, sem fram fór 27.-29. september 2019 í Longwood, Flórída.

Meðal þátttakenda var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR.

Ólafía Þórunn fór í gegnum niðurskurð og lék á samtals 5 yfir pari, 218 höggum (69 – 74 – 75).

Hún varð T-61 í mótinu þ.e. deildi 61. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Sigurvegari mótsins varð spænski kylfingurinn Marta Sanz Barrio en hún lék á samtals 13 undir pari – Sjá má eldri kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:

Sjá má lokastöðuna í IOA Golf Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: