Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 08:25

Einn fyrir afa!!!

Það var tilfinningaþrungin stund sl. sunnudag þegar Cameron Champ innsiglaði sigur sinn á Safeway Open.

Á 72. flöt faðmaði faðir hans, son sinn að sér en einhvern veginn náði golfbakterían ekki föður Champ …. það var afi Champ, Mack, sem kenndi sonarsyni sínum golf og gaf honum fyrsta golfsettið hans aðeins 2 ára gömlum.

Og síðan voru þrotlausar æfingar, sem Cameron Champ naut og hann skemmti sér við með afa sínum.

Jeff Champ, pabbi Cameron hélt þeim sorgarfréttum frá syninum til þess að trufla ekki einbeitingu hans að afinn, Mack Champ væri að kljást við bannvænan magakrabba.

Rétt fyrir mótið komst Cameron hins vegar að sorgartíðindunum og hann bað um að fá að sleppa Pro-Am þætti mótsins og keyrði 4 klukkustundir til þess að vera hjá afa sínum.

Þarna á siguflötinni dró Jeff Champ upp símann og saman hringdu feðgarnir í afann, sem gladdist mjög á sjúkrahúsinu og var auðvitað að fylgjast með barnabarni sínu!

Þessi sigur var fyrir afann!!!

Eftir sigurinn sagði Cameron Champ m.a.: „Ég segi þetta nú. Mér finnst virkilega eins og þetta sé, skiptir ekki máli hvort ég vinni nokkru sinni aftur eða hversu mörg mörg mót; að þetta er svo sannarlega stærsta stund golfferils míns.“

Í aðalmyndaglugga: Feðgarnir Jeff og Cameron Champ faðmast í lok Safeway Open, þar sem Cameron Champ stóð uppi sem sigurvegari 29. septmber 2019!!! – Sigurinn var tileinkaður afa Cameron, Mack Champ.