Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Helga Kristín & félagar T-10 á Princeton Inv.

Helga Kristín Einarsdóttir, GK og félagar í University of Albany tóku þátt í Princeton Invitational.

Mótið fór fram í Springdale GC í New Jersey, dagana 28.-29. september sl.

Þátttakendur voru 80 frá 13 háskólum.

Helga Kristín varð í T-59 í einstaklingskeppninni á samtals 14 yfir pari, 158 höggum (80 78).

Albany, lið Helgu Kristínar deildi 10. sætinu ásamt Harvard.

Sjá má lokastöðuna á Princeton Invitational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Helgu Kristínar og Albany er Delaware Lady Blue Hen, sem fram fer 19. október n.k.