Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2019 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Daníel T-4 e. 1. dag Warrior Fall Inv.!!!

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV, er að gera geysigóða hluti í bandaríska háskólagolfinu … og hann er nýbyrjaður.

Hann og lið hans, Rocky Mountain, taka þátt í Warrior Fall Invite.

Mótið fer fram Lewiston, Idaho, 30. september – 1. október og lýkur í dag.

Þátttakendur eru 48 frá 8 háskólum.

Eftir 1. dag mótsins er Daníel Ingi T-4 þ.e. deilir 4. sætinu með 4 öðrum kylfingum, sem allir hafa spilað á samtals 3 yfir pari, 147 höggum; Daníel (77 70).

Lið Daníels Inga, Rocky Mountain er í 2. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna á Warrior Fall Invite með því að SMELLA HÉR: