Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 21:00

Bandaríska háskólagolfið: Tumi á 73 í Sapphire á 1. degi

Tumi Hrafn Kúld, GA og félagar í Western Carolina University (WSU) taka þátt í JT Poston Invitational, sem fram fer í Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu, dagana 30. september – 1. október 2019.

Þátttakendur eru 87 frá 14 háskólum.

Eftir 1. dag er Tumi T-50 í einstaklingskeppninni; kláraði að spila 1. hring á 2 yfir pari, 73 höggum.

Fresta varð 2. hring 1. dags vegna rigninga.  Tumi var búinn að spila 5 holur af 2. hring og var kominn með 1 fugl og því samtals á 1 yfir pari.

Keppninni verður fram haldið á morgun og þá stefnt að því að ljúka 2. hring og 3. hring.

Lið Tuma, WSU, er sem stendur í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna í Sapphire með því að SMELLA HÉR: