Saga Traustadóttir, GR
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Mikið um að vera hjá Íslendingunum

Það er mikið um að vera í bandaríska háskólagolfinu og margir íslensku námsmannanna hafa hafið keppni eða eru að hefja keppni í dag.

Andrea Bergsdóttir

Andrea Bergsdóttir, GKG og Saga Traustadóttir og félagar í Colorado State hefja keppni í Molly Collegiate Invitational, í Waverley CC í Portland Oregon. Mótið stendur 30. september – 1. október. Fylgjast má með þeim Andreu og Sögu með því að SMELLA HÉR: 

Daníel Ingi Sigurjónsson, GV og Rocky Mountain taka þátt í LCSC Warrior Invite, en mótið stendur 30. september- 1. október í Lewiston, Idaho.

Fylgjast má með stöðu Daníels Inga og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Gunnnar Blöndahl Guðmundsson, GKG. Mynd: Golf 1

Gunnar Guðmundsson, GKG og Bethany Swedes hefja keppni í dag í KCAC Matchplay Championship, sem stendur 30. september – 1. október í Salinas CC, Kansas.

Tumi Kúld, GA og Western Carolina University hefja keppni í dag í JT Poston Invitational í  Country Club of Sapphire Valley í Sapphire, Norður-Karólínu. Fylgjast má með gengi Tuma og félaga með því að SMELLA HÉR: 

Vikar Jónasson, GK og félagar í Southern Illinois taka þátt í Bearcat Invitational, sem sem fram fer 30. september-1. október í Cinncinati, Illinois.

Fylgjast má með gengi Vikars og félaga með því að SMELLA HÉR: