Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2019 | 00:01

LPGA: Hur sigraði á Indy

Mi Jung Hur frá S-Kóreu sigraði á Indy Women in Tech Championship driven by Group 1001 mótinu, sem var mót sl. viku á LPGA.

Sigurskor Hur var 21 undir pari, 267 högg (63 – 70 – 66 – 68).

Fyrir sigurinn hlaut Hur $300,000 (u.þ.b. 37 milljónir ísk). Þetta er 2. LPGA sigur Hur á 2018-2019 keppnis- tímabilinu.

Sigur Hur var nokkuð öruggur en hún átti heil 4 högg á hina dönsku Nönnu Koerstz Madsen, sem varð í 2. sæti og lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (65 – 75 – 64 – 67).

Sjá má lokastöðuna á Indy Women in Tech Championship driven by Group 1001 mótinu með því að SMELLA HÉR:

Sjá má hápunkta lokahrings með því að Indy Women in Tech mótinu með því að SMELLA HÉR: