Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2019 | 11:15

LET: Valdís lauk keppni á Spáni

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk keppni nú fyrir skömmu á Estrella Damm Mediterranean Ladies Open, sem er mót vikunnar á Evrópumótaröð kvenna (LET: Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 26.-29. september 2019 í Golf Club de Terramar á Spáni.

Valdís lék samtals 15 yfir pari (71 75 73 80) og lauk keppni í 57. sæti.

Lokahringurinn hjá Valdísi Þóra var óvenju hár hjá henni, en hún lék lokahringinn á heilum 9 yfir pari, 80 höggum og fékk aðeins 2 fugla, en hins vegar 7 skolla og tvo 2-falda skolla.

Sorglegt því Valdísi var búið að ganga svo vel 🙁

Sigurvegari mótsins var spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda, en hún lék á samtals 10 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Estrella Damm SMELLIÐ HÉR: